Greinilegur brotavilji á ferðinni

Valgerður Sverrisdóttir, fv. iðnaðar og viðskiptaráðherra.
Valgerður Sverrisdóttir, fv. iðnaðar og viðskiptaráðherra. mbl.is/Golli

„Ég er slegin yfir þessu eins og þjóðin öll,“ segir Valgerður Sverrisdóttir um skýrslu rannsóknarnefndarinnar um sölu Búnaðarbankans, en hún var iðnaðar- og viðskiptaráðherra þegar gengið var frá sölunni til S-hópsins. „Þarna var greinilegur brotavilji á ferðinni, sem er dapurlegt að upplifa.“

Hún segir skýrsluna sýna og sanna að stjórnvöld, þjóðin og samstarfsaðilar Ólafs Ólafssonar í S-hópnum hefðu verið blekkt allan tímann. Stjórnvöld hefðu ekki átt neina aðkomu að þessum baksamningum.


„Að sumu leyti er gott að þetta sé komið fram. Oft hefur verið talað um að rannsaka þetta og ég hef aldrei tala gegn því. Mér sýnist þessi skýrsla vera mjög vel unnin,“ segir hún.
Aðspurð segist hún ekkert hafa haft vitneskju um þá baksamninga sem gerðir voru um kaupin. Undrast hún að engin vísbending hafi komið frá aðalráðgjafa sölunnar, HSBC-bankanum, um að ekki hafi verið allt með felldu. „Bankinn hefði átt að kanna þetta betur, ráðgjafinn sem átti að leiða okkur í gegnum þetta,“ segir Valgerður.


Hún segist hafa átt fundi með fulltrúum allra þessara aðila, m.a. frá þýska bankanum Hauck & Aufhäuser. Engar grunsemdir hefðu vaknað þá, þó að hún hafi gert sér vel grein fyrir að þetta væri ekki stór banki. Annar stór banki, hinn franski Société Générale, hefði sýnt áhuga en Valgerður segist ekki hafa séð það fyrr en í rannsóknarskýrslunni núna að franski bankinn hefði bent á þýska bankann. Það væri eitthvað sem þyrfti að skoða nánar.

Sala Landsbankans verði einnig skoðuð

Valgerður segir skýrsluna sýna ennfremur að Ólafur Ólafsson hafi verið höfuðpaurinn í þessari fléttu. „Hann virðist standa á bakvið þetta allt saman og hagnast persónulega á því.“


Spurð hvað eigi að gera í kjölfar skýrslunnar segir Valgerður það annarra að svara til um það, hvort þarna hafi verið framin lögbrot eða hvort meint brot séu fyrnd. Hún vill jafnframt að salan á Landsbankanum verði skoðuð, líkt og Búnaðarbankans.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK