Mótfallinn breytingum á stjórnum lífeyrissjóða

Björgólfur Jóhannsson.
Björgólfur Jóhannsson. Ómar Óskarsson

Samtök atvinnulífsins telja það leiða til ófarnaðar verði breytingar á lögum er varða stjórnir lífeyrissjóða samþykktar. Með því ljúki hlutverki aðila vinnumarkaðarins í rekstri og uppbyggingu lífeyrisjóðanna.

Í frumvörpum sem lögð hafa verið fyrir Alþingi hefur verið kallað eftir breytingu á skipan stjórna lífeyrissjóða og í stað fulltrúa stéttarfélaga og atvinnurekenda verði stjórnarmenn kosnir í beinni kosningu sjóðfélaga. Atkvæðisréttur sjóðfélaga fari eftir áunnum og framreiknuðum iðgjöldum þeirra. Einnig eru uppi tillögur um að sjóðfélagar geti valið sér lífeyrissjóð í stað núgildandi skylduaðildar.

Í síðasta formannsávarpi Björgólfs Jóhanssonar á ársfundi SA í dag sagði hann að samtökin teldu aðild sína  að stjórnum lífeyrissjóða hafa verið mjög til góðs og skipt sköpum við uppbyggingu sjóðanna. Hann sagði lífeyrissjóði í eðli sínu vera tryggingafélög sjóðfélaga og veita tryggingu fyrir ævilöngum ellilífeyri og vernd gegn ýmsum áföllum. Iðgjöld sjóðfélaga og launagreiðenda vegna þeirra séu því tryggingariðgjöld en ekki fjáreign þeirra. 

Ríkið hefur ekki sýnt ábyrgð

Telur Björgólfur að verði tillögunar samþykktar muni framlög í lífeyrissjóði smám saman fá einkenni skatts og að ábyrgð á þróun og rekstri allra lífeyrissjóða muni færast til ríkisins. „Þá er gott að hafa í huga að ríkið hefur ekki sýnt ábyrgð við uppbyggingu lífeyriskerfis starfsmanna sinna þar sem skuldbindingum er velt á framtíðina. Því verður ekki trúað að Alþingi vilji ráðast gegn rótum íslenska lífeyriskerfisins sem um hefur ríkt góð sátt og víða verið horft til sem fyrirmyndar,“ sagði Björgólfur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK