Ágóðinn skattlagður sem laun

Skarphéðinn Berg Steinarsson.
Skarphéðinn Berg Steinarsson. mbl.is/Brynjar Gauti

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms þess efnis að skattleggja skuli 217 milljóna króna ágóða af kauprétt­ar­samn­ing­um Skarp­héðins Bergs Stein­ars­son­ar, fyrr­um fram­kvæmda­stjóra hjá Baugi, við fé­lagið, sem laun en ekki fjár­magn­s­tekj­ur.

Áður hafði yfirskattanefnd komist að sömu niðurstöðu. Skarphéðinn var dæmdur til að greiða ríkinu 1,6 milljón króna í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti.

Skarphéðinn tók til starfa hjá Baugi árið 2002 og gerði kaupréttasamninga við félagið sem hann nýtti. Þegar hann lét af störfum árið 2007 náðust sættir um að Baugur myndi kaupa öll hluta­bréf Skarphéðins í fé­lag­inu á raun­verði en ekki inn­lausn­ar­verði. Baug­ur keypti alla hluti hans á alls 774 millj­ón­ir króna á geng­inu 72,65.

Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms en þar segir að við uppgjör starfslokasamnings 15. júní 2007 hafi Skarp­héðinn notið veru­legs fjár­hags­legs ávinn­ings af sölu hluta­bréfa sinna í Baugi Group hf. Ennfremur segir að áhætta hans af fjárfestingunni hafi verið takmörkuð og lánafyrirgreiðsla vinnuveitanda rífleg.

Einnig seg­ir að ekki verði um það villst að kauprétt­ur­inn hafi staðið í nán­um efn­is­leg­um tengsl­um við störf hans frá fé­lag­inu og skuli skatt­leggj­ast sem starfstengd hlunn­indi.

Dómurinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK