Rekstur Fjallabyggðar í góðu lagi

Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri í Fjallabyggð.
Gunnar Ingi Birgisson bæjarstjóri í Fjallabyggð. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Rekstrarniðurstaða Bæjarsjóðs Fjallabyggðar, A+B hluti var jákvæð um 199 milljónir króna á síðasta ári. Niðurstaðan var jákvæð um 220 milljónir árið 2015. Rekstartekjur námu 2.319 milljónum króna á síðasta ári en voru 2.279 árið 2015.

Rekstargjöld síðasta árs námu 2.108 milljónum króna voru 2.034 milljónir króna fyrir árið 2015.  Í tilkynningu kemur fram að mestu muni um hækkun launakostnaðar á milli ára um 96 milljónir króna.  Annar rekstrarkostnaður lækkar hins vegar um 28 milljónir króna á milli ára.

Veltufé frá rekstri nam 445 milljónum króna eða 19,2% miðað við 404 milljónir króna. Þá lækkuðu vaxtaberandi langtímaskuldir um 110 milljónir króna á milli ára.

Í tilkynningu kemur fram að brúarlán vegna hafnarframkvæmda nam 145 milljónum króna um áramót en var greitt upp snemma á þessu ári.

Skuldaviðmið er 62.1%, en var 56.3% árið 2015.  ”Skýring á þessari hækkun er mikil hækkun á lífeyrisskuldbindingum og brúarlán vegna hafnarframkvæmda.  Viðmið samkvæmt sveitastjórnalögum er 150%,” segir í tilkynningunni.

Eigið fé Bæjarsjóðsins var 2.643 milljónir króna eða 58,2% miðað við 2.376 milljónir króna eða 57,7% árið 2015.

Þá voru fjárfestingar á árinu 2016 495 milljónir króna.  Helstu framkvæmdir voru viðbygging við Menntaskólann á Tröllaskaga, ný líkamsrækt í Ólafsfirði , endurnýjun Bæjarbryggju, yfirlögn malbiks á götur, nýtt tjaldsvæði á Siglufirði, fráveitulagnir í báðum byggðakjörnum og stækkun leikskóla á Siglufirði.

„Ársreikningurinn sýnir að fjárhagsstaða Bæjarsjóðs er sterk og rekstur sveitarfélagsins  í góðu lagi,” segir í tilkynningu frá Fjallabyggð.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK