Ætla að taka fram úr Icelandair

WOW air stefnir hátt.
WOW air stefnir hátt.

Flugfélagið WOW air stefnir á að eiga 10% hlutdeild í flugmarkaði á milli Evrópu og Norður-Ameríku en árlega fljúga 60 milljónir farþega þar á milli.

Túristi greinir frá þessu en þar er vitnað í Daníel Snæbjörnsson, forstöðumann leiðakerfis WOW air. Gangi fyrirhugaðar áætlanir flugfélagsins eftir er ljóst að það verður umsvifameira í flugi yfir Atlantshafið en Icelandair. 

Hlutdeild Icelandair í flugi milli Evrópu og Norður-Ameríku var um 1% fyrir tveimur árum en talið er að hún hafi í það minnsta tvöfaldast síðan þá. 

Mun­ur­inn á um­svif­um ís­lensku flug­fé­lag­anna tveggja verður sí­fellt minni. Í mars árið 2014 var Icelanda­ir til að mynda með 71,8% allra ferða frá Kefla­vík­ur­flug­velli en hlut­fallið var 45,3% í síðasta mánuði. WOW air stend­ur fyr­ir 28,9% ferða frá Kefla­vík.

Skúli Mogensen, forstjóri og aðaleigandi WOW, sagði fyrr á árinu að hann gerði ráð fyrir því að WOW yrði með fleiri farþega en Icelandair á næsta ári. 

„Það er hins vegar ekkert markmið í sjálfu sér að verða stærri en Icelandair. Ég hef látið það líka flakka að það er ágætt að stefna að því að verða Íslandsmeistari en ég hef miklu meiri áhuga á að verða heimsmeistari,“ sagði Skúli í sjónvarpsþættinum Eyjunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK