Viðsnúningur vegna uppgjörs bankanna

Uppgjör föllnu bankanna er mjög áberandi í fjármálareikningum.
Uppgjör föllnu bankanna er mjög áberandi í fjármálareikningum. mbl.is

Áhrif slitabúa föllnu fjármálafyrirtækjanna á fjármálareikninga hafa verið mjög mikil, þar sem hreinar fjáreignir fjármálafyrirtækja voru neikvæðar um 2.947 milljarða króna árið 2014 en í árslok 2015 voru þær jákvæðar um 665,9 milljarða króna. Uppgjör bankanna er því mjög áberandi. 

Hagstofa Íslands greinir frá þessu. 

Fjáreignir fyrirtækja annarra en fjármálafyrirtækja minnkuðu um 1,3% að nafnvirði á milli ára og stóðu í 4.869 milljörðum króna í árslok 2015. Á sama tíma námu fjárskuldbindingar 8.584 milljörðum sem er 3,89% minnkun á milli ára. Hreinar fjáreignir fyrirtækja annarra en fjármálafyrirtækja voru neikvæðar um 3.715 milljarða króna, eða 168% af VLF, í lok árs 2015.

Hreinar fjáreignir hins opinbera og undirgeira þess voru neikvæðar um 1.158 milljarða króna í árslok 2015 og höfðu skuldir umfram eignir aukist um 19,7% frá fyrra ári, að mestu vegna lækkunar á fjáreignum.

Þá jukust hreinar fjáreignir heimila um 20,8% milli ára og námu 3.249 milljörðum króna í árslok 2015. Það jafngildir 146,7% af vergri landsframleiðslu. Fjáreignir heimila námu 5.137 milljörðum í árslok 2015, en stærstur hluti þeirra, eða 75,3%, eru lífeyrisréttindi. Fjárskuldbindingar heimila voru 1.889 milljarðar króna í árslok 2015, og höfðu minnkað um 1,9% frá árinu áður.

Fjáreignir erlendra rýrnuðu um 82,3%

Heildarfjáreignir innlendra efnahagsgeira námu 28.234 milljörðum króna í árslok 2015 en fjárskuldbindingar voru 29.115 milljarðar á sama tíma. Fjáreignir erlendra aðila á Íslandi námu 5.835 milljörðum króna og höfðu minnkað um 38,1%, en fjárskuldbindingar við innlenda aðila voru 4.916 milljarðar króna í lok árs 2015. Hreinar fjáreignir erlendra aðila á Íslandi voru 919 milljarðar í árslok 2015 og höfðu rýrnað um 82,3% frá fyrra ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK