20% tekjuaukning hjá Nýherja

Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja.
Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Tekjur Nýherja á fyrsta fjórðungi ársins jukust um 20% milli ára. Þá jókst rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta (EBITDA) og nam 242 milljónum króna. Heildarhagnaður nam 71 milljón króna. Eiginfjárhlutfall var 39,7% í lok fyrsta ársfjórðungs samanborið við 33,7% í lok árs 2016.

„Rekstur samstæðunnar gekk um margt vel á fjórðungnum og er á áætlun. Við erum ánægð með ágæta afkomu og áframhaldandi tekjuaukningu, um 20% á milli ára. Gott gengi að undanförnu hefur gert okkur kleift að grynnka verulega á skuldum og styrkja eiginfjárstöðu, sem hefur sjaldan verið sterkari,“ er haft eftir Finni Oddssyni, forstjóra Nýherja, í tilkynningu.

Hann segir vöxt hugbúnaðartengdrar starfsemi draga vagninn í tekjuvexti félagsins eins og síðustu fjórðunga og áhersla á vöruþróun og sölu eigin lausna hafa aukist. Til marks um það hafi áskriftartekjur í Kjarna, launa- og mannauðslausn Applicon, nálægt þrefaldast á milli ára og vinna við nýsköpunar- og þróunarverkefni lofi góðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK