Hagar rjúka upp í Kauphöllinni

Hlutabréf Haga hafa rokið upp í Kauphöllinni í morgun en hækkunin nemur 8,05% frá opnun markaða. Tilkynnt var um 9,6 milljarða króna kaup Haga á Olíuverzlun Íslands og fasteignafélaginu DGV ehf. í gær.

Þegar þetta er ritað nemur velta með bréfin 528 milljónum króna.

Hlutabréf Haga hafa á síðasta mánuði hækkað um 13,23% og á síðasta ári nemur hækkunin 10,27%.

Hagar hyggjast greiða fyrir Olís og DGV með útgáfu nýs hlutafjár og reiðufé. Þá er gerð tillaga um að enginn arður verði greiddur úr Höfum á árinu vegna viðskiptanna.

Finnur Árnason, forstjóri Haga, vísaði til breytts samkeppnisumhverfis í samtali við Morgunblaðið um viðskiptin. „Samkeppnisumhverfið hefur breyst mikið og mun stærri fyrirtæki eru að koma inn á markaðinn. Það krefst þess að íslensku fyrirtækin stækki og auki hagkvæmni í sínum rekstri. Það erum við að gera með þessum kaupum,“ segir Finnur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK