Nýsköpunarkeppni um helgina

Keppnin fer fram í Háskólanum í Reykjavík um helgina.
Keppnin fer fram í Háskólanum í Reykjavík um helgina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nýsköpunarkeppnin Upphafið verður haldin um helgina í Háskólanum í Reykjavík í fyrsta skipti. Markmiðið er að kynna og hvetja til nýsköpunarstarfs ásamt því að veita þátttakendum aðstoð við að þróa sína eigin viðskiptahugmynd.

Helgin er opin fyrir alla og er sérstaklega lögð áhersla á að HR-ingar sem eru í þriggja vikna áfanganum ,,Nýsköpun og stofnun fyrirtækja” geti nýtt sér helgina fyrir frekari aðstoð. Einnig er hægt að taka þátt án hugmyndar og verða partur af teymi.

Tekið verður við skráningum þar til klukkan 18 á föstudag þegar keppnin hefst en ekkert kostar að taka þátt.

Dagskrá stendur yfir frá klukkan 18 til 20 á föstudag en leiðbeinendur verða til staðar fyrir þátttakendur til klukkan 21. Þá er dagskráin frá klukkan 9 til 20 á laugardeginum en þá verður einnig sama fyrirkomulag með leiðbeinendur til klukkan 21. Á sunnudeginum hefst dagskráin einnig klukkan 9 og lokakynningar verða klukkan 15. Verðlaunaafhending fer síðan fram klukkan 16:30 en í verðlaun er glaðningur frá Símanum.

Reynsla ekki skilyrði

Um helgina verða stuttir fyrirlestrar til að kynna ýmsa þætti sem vert er að hafa í huga þegar unnið er að viðskiptahugmynd. Einnig verða fulltrúar frá Icelandic Startups á staðnum og aðstoða þátttakendur við þróun hugmyndar og næstu skref. Nánari dagskrá fyrir keppnina verður birt síðar. Dómnefnd mun skera úr um bestu viðskiptahugmyndina og útfærslu hennar.

Reynsla af frumkvöðlastarfi er ekki skilyrði fyrir þátttöku.

Skráning fer fram á studentafelag@ru.is þar sem þarf að koma fram nafn, aldur, skóli og námssvið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK