Ragnheiður Elín í stjórn Landsvirkjunar

Ragnheiður Elín Árnadóttir.
Ragnheiður Elín Árnadóttir. mbl.is/Golli

Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, hefur tekið sæti í stjórn Landsvirkjunar, en fjármála- og efnahagsráðherra skipaði nýja stjórn fyrirtækisins á aðalfundi í dag. Auk Ragnheiðar koma þau Haraldur Flosi Tryggvason og Kristín Vala Ragnarsdóttir ný inn í stjórnina.

Samkvæmt tilkynningu frá Landsvirkjun er þetta í fyrsta skipti í sögu fyrirtækisins sem konur eru í meirihluta stjórnar, en þær eru nú þrjár á móti tveimur karlmönnum.

Aðalmenn í stjórn Landsvirkjunar eru nú:

  • Jónas Þór Guðmundsson
  • Ragnheiður Elín Árnadóttir
  • Haraldur Flosi Tryggvason
  • Álfheiður Ingadóttir
  • Kristín Vala Ragnarsdóttir

Úr stjórn fóru Jón Björn Hákonarson, Helgi Jóhannesson og Þórunn Sveinbjarnardóttir en þau hafa setið í stjórn fyrirtækisins frá árinu 2014. Varamenn í stjórn Landsvirkjunar eru: Ásta Björg Pálmadóttir, Páley Borgþórsdóttir, Lárus Elíasson, Ragnar Óskarsson og Albert Svan Sigurðsson.

Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar eftir aðalfund var Jónas Þór Guðmundsson endurkjörinn formaður stjórnar og Haraldur Flosi Tryggvason var kjörinn varaformaður.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK