Veruleg hækkun á flugfargjöldum

Flugfargjöld innanlands hækkuðu um 19% milli mánaða.
Flugfargjöld innanlands hækkuðu um 19% milli mánaða. mbl.is/RAX

Flugfargjöld innanlands hækkuðu um 19% milli mánaða og flugfargjöld til útlanda um 13% samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar um vísitölu neysluverðs.

Er þetta umtalsvert meiri hækkun en greiningaraðilar gerðu ráð fyrir en Hagfræðideild Landsbankans gerði ráð fyrir að flugfargjöld myndu standa í stað milli mánaða og Greiningardeild Arion gerði ráð fyrir lítillegri hækkun.

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,50% milli mánaða í mars og er það yfir opinberum spám sem lágu á bilinu 0,2% til 0,4%.

Hagfræðideild Landsbankans hafði spáð 0,2% hækkun milli mánaða. Munurinn á spánni og tölum Hagstofunnar skýrist annars vegar af því að reiknuð húsaleiga hækkaði meira en búist var við og hins vegar af því að flugfargjöld hækkuðu milli mánaða. 

Húsaleiga hækkaði um 2,6% milli mánaða og er þetta er níundi mánuðurinn í röð sem þessi liður hækkar um meira en 1% milli mánaða. Tólf mánaða hækkunin nemur 20%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK