Kóngur vill ekki auglýsa Burger King

Filippus konungur (t.v.) og lukkudýr Burger King.
Filippus konungur (t.v.) og lukkudýr Burger King.

Belgíska konungsfjölskyldan hefur haft samband við skyndibitakeðjuna Burger King vegna auglýsingar þar sem fólki er boðið að velja á milli Filippus konungs Belgíu og lukkudýrs Burger King.

Auglýsingin birtist m.a. á vefsíðunni whoistheking.be. Ef fólk smellti á teiknaða mynd af kónginum í auglýsingunni var spurt: „Ertu viss? Hann er ekki sá sem mun elda handa þér franskar kartöflur.“

Talsmaður belgísku konungsfjölskyldunnar segir að ekki megi nota ímynd fjölskyldunnar á þennan hátt nema fá til þess sérstakt leyfi. Ekki hafi verið beðið um slíkt í þessu tilviki. „Við erum ósátt við þessa nálgun,“ hefur BBC eftir talsmanni konungsfjölskyldunnar. „Þar sem þetta er auglýsing hefðum við aldrei gefið okkar leyfi.“

Í frétt BBC segir að talsmenn Burger King hafi ekki fengið vitneskju um að konungsfjölskyldan hefði lagt fram athugasemd.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK