Stálu kreditkortaupplýsingum viðskiptavina Chipotle

Keðjan hefur nú staðfest að á tímabilinu 24. mars til …
Keðjan hefur nú staðfest að á tímabilinu 24. mars til 18. apríl hafi spilliforriti verið komið fyrir í kassakerfi flestra staða keðjunnar. AFP

Tölvuhakkarar náðu að stela kreditkortaupplýsingum fjölmarga viðskiptavina bandarísku skyndibitakeðjunnar Chipotle fyrr á árinu. Keðjan hefur nú staðfest að á tímabilinu 24. mars til 18. apríl hafi spilliforriti verið komið fyrir í kassakerfi flestra staða keðjunnar.

CNN greinir frá.

Að sögn Chipotle er lögregla komin í málið. „Við rannsókn málsins fjarlægðum við spilliforritið og við vinnum áfram með netöryggisfyrirtækjum til þess að meta leiðir til þess að bæta öryggisráðstafanir okkar,“ segir í færslu á heimasíðu Chipotle en þar er jafnframt hægt að finna lista yfir þá staði keðjunnar þar sem spilliforritinu var komið fyrir.

Þá hafa viðskiptavinir verið hvattir til þess að fylgjast með kreditkortafærslum sínum til þess að sjá hvort að kortaupplýsingar þeirra hafi verið misnotaðar og ef svo er, hafa samband við lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK