Telur hagkerfið í sterkri stöðu

AFP

Sterkri stöðu íslenska hagkerfisins er fagnað í nýrri skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um stöðu efnahagsmála hér á landi. Þar á meðal miklum hagvexti, lágri verðbólgu, vaxandi afgangi af rekstri ríkissjóðs og lækkun skulda hins opinber ásamt góðri hagstjórn og uppsveiflu í ferðaiðnaðinum. Varað er hins vegar við því að hagkerfið gæti ofhitnað. Fara þurfi varlega þegar kemur að lánveitingum, fasteignamarkaðinum og vinnumarkaðinum.

Stjórnvöldum er hrósað vegna skipulegs afnáms fjármagnshaftanna að mestu en bent á að flæði fjármagns fylgi bæði áhætta og tækifæri. Er stjórnvöldum ráðlagt að sýna aðhald í ríkisrekstri, efla eftirlit með fjármálalífinu og koma á stefnumótun í ferðamálum. Eftirlit með fjármálageiranum er sagt lykilatriði. Gera þurfi strangar kröfur til fjárfesta sem vilji fara með virkan eignarhlut í bönkum. Fara þurfi varlega í stýringu á fjármagnsflæði inn í landið en í ljósi reynslu Íslendinga sé skilningur á því að vilji sé til að fara varlega í þeim efnum.

Seðlabanka Íslands er hrósað fyrir stefnufestu í peningamálum. Verðbólgumarkmið bankans hafi hjálpað til við að halda aftur af væntingum og halda verðbólgu niðri. Varðandi styrkingu krónunnar virðist AGS ekki hafa miklar áhyggjur af henni á meðan passað er upp á samkeppnishæfni landsins. Frekari styrking gæti skapað jarðveg fyrir frekari lækkun stýrivaxta. Lögð er áhersla á aðhald í ríkisfjármálum og meira ef ofhitnun gerir vart við sig. 

Fagnað er umbótum í lífeyrismálum hins opinbera. Svigrúm í fjármálum hins opinbera gæti nýst til uppbyggingar á innviðum, í heilbrigðismálum og menntamálum. Ennfremur er lögð áhersla á mikilvægi þess að koma á kerfisumbótum í því skyni að standa vörð um samkeppishæfni og stuðla að sjálfbærri ferðaþjónustu. Tryggja þurfi viðeigandi fjármuni og samræmingu til þess að styðja við sjálfbæra þróun ferðaþjónustunnar.

Skýrslan í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK