Dagný, Gunnar og Sigurvin til Glerborgar

Dagný Helga hefur áralanga reynslu af fjármálastjórnun á byggingamarkaði en …
Dagný Helga hefur áralanga reynslu af fjármálastjórnun á byggingamarkaði en hún hefur stýrt fjármálum Miðstöðvarinnar í Vestmannaeyjum undanfarin ár. Aðsend mynd

Dagný Helga Eckard hefur verið ráðin fjármálastjóri Glerborgar en hún mun taka við starfinu af aðaleiganda félagsins, Árna Grétari Gunnarssyni. Dagný Helga hefur áralanga reynslu af fjármálastjórnun á byggingamarkaði en hún hefur stýrt fjármálum Miðstöðvarinnar í Vestmannaeyjum undanfarin ár. Hún hefur lokið námi sem viðurkenndur bókari ásamt því að hafa diplóma í verslunarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Þá hefur Gunnar Smári Magnússon verið ráðinn verkefnastjóri yfir stærri uppsetningaverkefni. Hann kemur frá Íslenskum aðalverktökum og hefur áralanga reynslu á bygginamarkaðnum. Hans síðustu verkefni fyrir ÍAV voru stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og Helguvík. Í tilkynningu er haft eftir Rúnari Árnasyni, forstjóra Glerborgar að fyrirtækið sé að að svara ósk markaðarins um að bjóða í auknum mæli uppsetningar í stærri verkefnum. Þessi þjónusta sé mjög vinsæl nú þegar vinnuafl með reynslu er af skornum skammti hér á landi. Gunnar Smári er menntaður byggingafræðingur frá Háskóla Íslands.

Þá hefur Glerborg bætt við sig deild og býður nú svalalokanir og Sigurvin Sigurðsson verið ráðinn sölustjóri svalalokana og mun hans reynsla nýtast félaginu vel. Sigurvin hefur verið viðloðandi glerbransann í yfir 10 ár, nú síðast hjá Gler & Brautum.

Gunnar og Sigurvin.
Gunnar og Sigurvin. Samsett mynd
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK