Kaupmáttur launa hækkaði um 3%

Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 6%.
Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 6%. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Launavísitala í maí 2017 er 617,8 stig og hækkaði um 3,2% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,8%. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Launavísitala er verðvísitala sem byggir á gögnum úr launarannsókn Hagstofu Íslands og sýnir breytingar á verði vinnustundar fyrir fasta samsetningu vinnutíma. Vísitalan tekur mið af breytingum reglulegra launa sem greidd eru fyrir umsaminn vinnutíma hvort sem um er að ræða dagvinnu eða vaktavinnu.

Á vef Hagstofu Íslands segir að minni 12 mánaða breyting í maí 2016 en í maí 2017 skýrist meðal annars af því að í 12 mánaða breytingu vísitölunnar í maí 2016 gætti áhrifa af tveim kjarasamningshækkunum hjá stórum hluta starfsmanna á almennum vinnumarkaði. Í 12 mánaða breytingu vísitölunnar í maí 2017 gætir hins vegar einungis áhrifa af einni kjarasamningshækkun sem kom til framkvæmda í maí 2017.

Þá var kaupmáttur launa í maí 2017 143,1 stig og hækkaði um 3% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 6%.

Hagstofan bendir á að kjarasamningar á almennum vinnumarkaði hafa áhrif á vísitöluna. Í samningi aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands við Samtök atvinnulífsins (SA) er kveðið á um 4,5% almenna launahækkun þann 1. maí 2017 og í kjarasamningi SA og Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja er kveðið á um 5,0% almenna launahækkun á sama tíma. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK