„Stærstu hlutir virkjunarinnar komnir á varanlegan stað“

Framkvæmdum miðar vel á Þeistareykjum.
Framkvæmdum miðar vel á Þeistareykjum. Ljósmynd/Hreinn Hjartarson

Seinni vélasamstæða nýju jarðvarmavirkjunarinnar á Þeistareykjum var í síðustu viku hífð á sinn varalega stað. „Þar með eru allir stærstu hlutirnir í virkjuninni komnir á varanlegan stað,“ segir Valur Knútsson, yfirverkefnastjóri Þeistareykja. Verkáætlun gerir ráð fyrir að fyrsta áfanga verði lokið í lok desember þegar fyrri vélasamstæða er tilbúin til reksturs. Undirbúningur og rannsóknir á nýtingu jarðvarma á Þeistareykjum hefur staðið yfir frá árinu 1999. Bygging 90 MW virkjunar í tveimur áföngum verður fyrsta skrefið í jarðvarmavinnslu á svæðinu. 

Nú er unnið að tengingum á vélasamstæðu eitt og stefnt að því að prófanir hefjist í lok mánaðarins. „Ef allt gengur að óskum verður hún tilbúin til reksturs í desember. Fyrri vélin verður þá fullprófuð og og þar með sá hluti virkjunarinnar sem snýst í kringum hana,“ segir Valur. Seinni vélasamstæðan kom til landsins í lok apríl og var í síðustu viku hífð á undirstöður, á sinn varanlega stað. Samhliða prófunum á fyrri vélinni verður unnið að tengingum seinni vélarinnar. Áætlanir gera ráð fyrir að hún fari í rekstur í byrjun mars á næsta ári.

Í meðfylgjandi myndaröð er verið að koma fyrir seinni vélinni í virkjuninni. Nánari upplýsingar má finna á vef verkefnisins.

Ljósmynd/Hreinn Hjartarson
Ljósmynd/Hreinn Hjartarson
Ljósmynd/Hreinn Hjartarson
Ljósmynd/Hreinn Hjartarson
Ljósmynd/Hreinn Hjartarson
Ljósmynd/Hreinn Hjartarson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK