Hafa lækkað í kjölfar opnunar Costco

Hlutabréf í Högum, sem meðal annars reka Bónus og Hagkaup, hafa lækkað um 15,2% frá því að verslun Costco opnaði í Kauptúni í Garðabæ 23. maí. Þetta kemur fram á fréttavef Viðskiptablaðsins.

Hlutabréf í fleiri félögum, sem eru að einhverju leyti í samkeppni við Costco, hafa að sama skapi lækka undanfarna mánuði. Frá ársbyrjun hafa hlutabréf í Högum lækkað um 13,9%, í N1 um 6,4% og í Skeljungi um 12,6%.

Bent er á að á sama tíma hafi Úrvalsvísitalan hækkað um 4,2% og aðalvísitala hlutabréfa um 10,9%. 

mbl.is/Ófeigur
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK