Húsnæðisverð hefur hækkað um 50% á Suðurnesjum

Samfélagið á Suðurnesjum er að ná fyrri styrk eftir efnahagsáfallið …
Samfélagið á Suðurnesjum er að ná fyrri styrk eftir efnahagsáfallið haustið 2009 og brottför varnarliðsins haustið 2006. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Nafnverð íbúðarhúsnæðis í Reykjanesbæ hefur hækkað um 50% frá byrjun árs 2016 og veltan aukist um 65%. Meðalfermetraverð í Reykjanesbæ nálgast nú byggingarkostnað en fermetraverð er mismunandi eftir hverfum bæjarins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Reykjavík Economics tók saman fyrir Íslandsbanka um íbúðamarkaðinn á Suðurnesjum.

Þar segir að Suðurnesin hafi átt erfitt uppdráttar allt frá því að bandaríska varnarliðið yfirgaf aðstöðu sína á Miðnesheiði haustið 2007 en á undanförnum misserum hefur hillt undir endurreisn þeirra í ljósi mikils uppgangs í ferðamannaiðnaði ásamt aukningu viðkomu farþega í millilandaflugi um Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þá hefur íbúum á Suðurnesjum fjölgað um 49% frá árinu 2005, þar af 6,6% á síðasta ári.

Í skýrslunni kemur fram að atvinnuleysi á svæðinu hefur minnkað og tekjuöflun heimila verið að styrkjast sem rennir styrkari stoðum undir íbúðamarkaðinn. Samfélagið á Suðurnesjum er að ná fyrri styrk eftir efnahagsáfallið haustið 2009 og brottför varnarliðsins haustið 2006.

Bent er á að margir vaxtarsprotar eru á Suðurnesjum og má þar nefna mikinn vöxt flugumferðar um Keflavíkurflugvöll. Viðkomufarþegar hafa aldrei verið fleiri og ef fer fram sem horfir er mikil undirliggjandi eftirspurn eftir vinnuafli á svæðinu.

Þá hefur fyrstu kaupendum fjölgað hratt á svæðinu en um fjórðungur allra kaupsamninga á fyrsta ársfjórðungi ársins 2017 voru vegna fyrstu kaupa

Skýrsluna í heild má sjá hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK