Áki og Björg til Coca-Cola European Partners á Íslandi

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Jim Smart

Áki Sveinsson hefur hafið störf sem markaðsstjóri áfengra drykkja hjá Coca-Cola European Partners á Íslandi og mun leiða og bera ábyrgð á markaðsmálum er tengjast öllum áfengum vörum fyrirtækisins á Íslandi þar með talið bjór sem seldur er undir merkjum Víking Brugghúss.  Áki hefur mikla reynslu í markaðsmálum, starfaði síðastliðin 13 ár í markaðsdeild Íslandsbanka og sat m.a. í stjórn ÍMARK um árabil.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

„Ég er fullur tilhlökkunar að takast á við mjög spennandi og um leið krefjandi verkefni. Það er mikil gerjun á markaðnum og hörð samkeppni. Coca-Cola á Íslandi er öflugt fyrirtæki og þar býr mikil reynsla, þekking og metnaður fyrir því að gera vel. Hjá fyrirtækinu starfar öflugur hópur fólks sem veitir góða þjónustu og við erum með mjög sterk vörumerki sem hafa skapað sér verðugan sess á íslenskum markaði.  Það er mjög spennandi að taka við stjórn markaðsmála fyrir Víking Brugghúss, enda vörumerkið leiðtoginn hér á markaði þar sem einn af hverjum þremur bjórum sem neytt er á Íslandi kemur frá Víking Brugghúsi,“ er haft eftir Áka en hann útskrifaðist með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2003 og útskrifaðist með MBA gráðu frá sama skóla þann 17. júní síðastliðinn. 

Áki útskrifaðist með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði með áherslu á …
Áki útskrifaðist með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2003 og útskrifaðist með MBA gráðu frá sama skóla þann 17. júní síðastliðinn.

Þá hefur Björg Jónsdóttir hafið störf sem forstöðumaður á sölu- og þjónustusviði. Björg mun leiða starfsemi sölu- og viðskiptaþjónustu auk innleiðingu nýrra kerfa og vinnuaðferða í sölu- og þjónustu til samræmis við Coca-Cola European Partners samstæðuna. Áður starfaði Björg sem forstöðumaður og sölustjóri hjá Valitor, hjá Eimskip og Heritable Bank í London.

„Coca-Cola á Íslandi er mjög spennandi vinnustaður þar sem hið gamla og gróna er traust undirstaða stöðugrar þróunar til samræmis við hreyfingar í umhverfinu og nýjungar á markaði. Vinnuumhverfið er dínamískt, fullt af spennandi áskorunum og hjá Coca-Cola European Partners starfar metnaðarfullt fólk sem býr yfir mikilli reynslu og þekkingu,“ er haft eftir Björgu.

Björg útskrifaðist í Viðskiptalögfræði frá University of Hertfordshire í Englandi og hálfnuð með Mastersnám í Stjórnun og stefnumótun í HÍ.

Björg útskrifaðist í Viðskiptalögfræði frá University of Hertfordshire í Englandi …
Björg útskrifaðist í Viðskiptalögfræði frá University of Hertfordshire í Englandi og hálfnuð með Mastersnám í Stjórnun og stefnumótun í HÍ.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK