Þenslan skapar hættu á ofhitnun

Mari Kiviniemi, aðstoðarframkvæmdastjóri stofnunarinnar, kynnti helstu niðurstöður skýrslunnar á blaðamannafundi …
Mari Kiviniemi, aðstoðarframkvæmdastjóri stofnunarinnar, kynnti helstu niðurstöður skýrslunnar á blaðamannafundi ásamt Benedikt Jóhannessyni, fjármála- og efnahagsráðherra í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hagvöxtur á Íslandi er sá mesti meðal ríkja OECD en lítil, opin hagkerfi eins og Ísland eru viðkvæm fyrir breyttum aðstæðum og hagsveiflur eru því miklar. Þá hefur jafnvægi náðst í þjóðarbúskapnum og fjármagnshöftum verið aflétt að mestu og þrátt fyrir þenslu hefur verið dregið úr aðhaldi í ríkisfjármálum.

Þetta er m.a. þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um Ísland, sem birt var í dag. Skýrslur af þessu tagi eru gefnar út á tveggja ára fresti. Mari Kiviniemi, aðstoðarframkvæmdastjóri stofnunarinnar, kynnti helstu niðurstöður skýrslunnar á blaðamannafundi ásamt Benedikt Jóhannessyni, fjármála- og efnahagsráðherra í dag. 

Mikilvægt að auka aðhald

Enn þó svo að horfur séu góðar skapar þensla hættu á ofhitnun að mati OECD. Stofnunin telur því mikilvægt að auka aðhald í opinberum fjármálum og að peningastefnan verði viðbúin að bregðast við auknum verðbólguvæntingum.

Þá þarf að draga úr skammtímasveiflum á gjaldeyrismarkaði og nýta þjóðhagsvarúðartæki til að varna óstöðugleika vegna skammtíma fjármagnsflæðis.

OECD mælir jafnframt með því að stofnaður verði þjóðarsjóður (e. Sovereign wealth fund). Sjóðurinn ætti að fjárfesta erlendis og úttektir að takmarkast við veruleg áföll. 

OECD mælir með stefnumótun í ferðaþjónustu þvert á ráðuneyti með …
OECD mælir með stefnumótun í ferðaþjónustu þvert á ráðuneyti með aðkomu hagsmunaaðila til að stuðla að sjálfbærni. Einnig þarf að afnema núverandi skattaívilnanir á ferðaþjónustu með því að færa hana í almennt þrep virðisaukaskatts að mati stofnunarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ættu að afnema núverandi skattaívilnanir á ferðaþjónustu

Þá er mælt með stefnumótun í ferðaþjónustu þvert á ráðuneyti með aðkomu hagsmunaaðila til að stuðla að sjálfbærni. Einnig þarf að afnema núverandi skattaívilnanir á ferðaþjónustu með því að færa hana í almennt þrep virðisaukaskatts að mati stofnunarinnar.

Þá þarf að takmarka fjölda gesta á viðkvæmum stöðum og taka upp þjónustu/notendagjöld til að stýra flæði fólks og álagi á umhverfið.

Þegar það kemur að vinnumarkaðinum mælir OECD með því að stofna eigi tæknilega nefnd til að veita áreiðanlegar og hlutlausar upplýsingar til samningsaðila og semja ætti um svigrúm til launahækkana í upphafi hverrar samningalotu og halda sig innan þess. Þá þarf að auka þarf heimildir ríkissáttasemjara til að fresta aðgerðum á vinnumarkaði til að gefa viðsemjendum aukinn tíma og freista þess að ná samningum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK