Hagnaður H&M meiri en búist var við

H&M stefnir að því að auka netverslun sína um 25% …
H&M stefnir að því að auka netverslun sína um 25% á næstu árum. Ljósmynd/H&M

Sænski tískurisinn H&M greindi frá því í dag að félagið hafi hagnast meira en búist var við á öðrum ársfjórðungi ársins. Að sögn H&M má þakka nýjum verslunum og betra kostnaðareftirliti fyrir.

Félagið hagnaðist um 5,9 milljarða sænskra króna eða því sem nemur 71 milljarði íslenskra króna og jókst hagnaðurinn um 10%. Veltan jókst um 10% sömuleiðis og nam 59,5 milljörðum sænskra króna.

Rekstarhagnaður nam 7,6 milljörðum sænskra króna en búið var að spá því að hann yrði um 7 milljarðar. Í tilkynningu frá H&M sem AFP vitnar í kemur fram að aukinn hagnaður komi helst til vegna útbreiðslu félagsins og kostnaðareftirlits.

Hagnaður H&M hafði minnkað töluvert síðustu misseri fyrir síðasta ársfjórðungi. Þrátt fyrir það hélt félagið áfram að opna verslanir og ætlar að bæta í netverslun fyrirtækisins.

Í tilkynningu er haft eftir framkvæmdastjóra H&M, Karl-Johan Persson sem segir að hegðun viðskiptavina sé stöðugt að breytast og að sífellt fleiri noti netverslanir. „Ég hef heyrt að við séum komin eftir á í netverslun en ég er sannfærður um að okkar stefna tryggi langtímavöxt félagsins,“ sagði hann á blaðamannafundi.

H&M stefnir að því að auka netverslun sína um 25% á næstu árum en verslanir félagsins eru í dag í 41 landi. Á næsta ári bætist Indland við sem mun eflaust hafa áhrif á rekstur félagsins en verslanir H&M voru 4.498 talsins 31. maí síðastliðinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK