Seðlabankinn greip inn í

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Ómar Óskarsson

Seðlabankinn hefur undanfarna viku gripið að minnsta kosti tvisvar inn í gjaldeyrismarkaðinn með kaupum á krónum þegar krónan var að veikjast. Kaupin stöðvuðu veikinguna í bæði skiptin, samkvæmt heimildum ViðskiptaMoggans. Bankinn keypti krónur fyrir 2,5 milljarða króna miðvikudaginn 21. júní og greip svo aftur inn í á þriðjudaginn.

Í skriflegu svari Seðlabanka Íslands við fyrirspurn ViðskiptaMoggans um ástæður kaupanna segir að bankinn leitist við að draga úr óæskilega miklum sveiflum á gjaldeyrismarkaði. Þeir sem til þekkja segja að þegar Seðlabankinn keypti krónur á markaði hafi verið lítill seljanleiki, sem hafði það í för með sér að krónan veiktist skarpt. Ef ekkert hefði verið að gert, hefði mátt búast við miklum sveiflum á gengi krónu.

Seðlabankinn hefur lítið verið á krónuhlið gjaldeyrismarkaðarins um árabil en hann keypti síðast krónur fyrir 1,8 milljarða í mars sl. og þar áður í nóvember 2014 fyrir um 926 milljónir.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK