Vogunarsjóður bætir við sig í Högum

Vogunarsjóðurinn Eaton Vance Management á orðið yfir 5% hlut í smásölufyrirtækinu Högum sem meðal annars á og rekur Hagkaup og Bónus. Á sjóðurinn í Högum í gegnum sex fjárfestingasjóði. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Samkvæmt tilkynningunni á félagið nú 59.997.036 hluti í Högum, eða 5,12% af bréfum þess.

Sjóðirn­ir sex sem um ræðir eru Global Opport­unities Port­folio, Global Macro Portfolio, Global Macro Ab­solu­te Ret­urn Advanta­ge Port­folio, JNL/​Eaton Vance Global Macro Ab­solu­te Ret­urn Advanta­ge Fun, Pacific: IG­PAC­SEL/​Pacific Select Fund Global Ab­solu­te Ret­urn Fund og PF Global Ab­solu­te Ret­urn Fund.

Fyrr í mánuðinum var tilkynnt um að sömu sjóðir hefðu bætt við hlut sinn í VÍS og ættu nú 8,76% hlut í félaginu. Höfðu þeir þá bætt um 5 prósentustigum við eign sína í VÍS á nokkrum mánuðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK