Walgreens kaupir helming verslanna Rite Aid

Verslun Walgreens í Bandaríkjunum.
Verslun Walgreens í Bandaríkjunum. Af Wikipedia

Bandaríska lyfsölukeðjan Walgreens tilkynnti í dag kaup sín á helmingi af verslanna helsta samkeppnisaðilans Rite Aid. Keðjan greiðir 5,2 milljarða Bandaríkjadala fyrir verslanirnar eða því sem nemur 534,5 milljörðum íslenskra króna.

Í frétt AFP kemur fram að Walgreens hefur reynt að kaupa hluta í Rite Aid tvisvar áður án árangurs. Samkvæmt nýja samningnum mun Walgreens kaupa 2,186 verslanir af Rite Aid og þrjár dreifingastöðvar en kaupin eiga eftir að vera samþykkt af eftirlitsaðilum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK