Seðlabankinn áfrýjar til Hæstaréttar

Seðlabanki Íslands hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um að fella úr gildi ákvörðun Seðlabankans um að beita út­gerðafé­lagið Sam­herja 15 millj­óna króna stjórn­valds­sekt.

Þetta kemur fram á vef Hæstaréttar en málið á upp­haf sitt að rekja til rann­sókn­ar Seðlabank­ans á meint­um brot­um Sam­herja á lög­um um gjald­eyri.

Seðlabank­inn gerði fyrst hús­leit hjá Sam­herja í mars árið 2012. Í fram­haldi sendi bank­inn kæru til embætt­is sér­staks sak­sókn­ara um brot Sam­herja. Sak­sókn­ari svaraði því til að í lög­um um gjald­eyr­is­mál væri ekki kveðið á um refsi­á­byrgð lögaðila vegna brota á slík­um lög­um. Stuttu síðar sendi bank­inn á ný kæru til sak­sókn­ara, en kær­unni var nú beint gegn fjór­um nafn­greind­um ein­stak­ling­um, meðal ann­ars Þor­steini Má Bald­vins­syni, for­stjóra Sam­herja.

Aft­ur end­ur­sendi sak­sókn­ari málið. Núna vegna þess að gjald­eyr­is­lög­in hafi verið hald­in þeim ann­marka að hafa ekki hlotið lögáskilið samþykki ráðherra og því væru ekki gild­ar refsi­heim­ild­ir.

Óskaði Sam­herji í fram­hald­inu eft­ir upp­lýs­ing­um um stjórn­sýslu­mál hjá bank­an­um sem væru til skoðunar. Var meðal ann­ars óskað upp­lýs­inga um hvort rann­sókn á þætti Sam­herja, vegna meintra brota á lög­um um gjald­eyr­is­mál, væri end­an­lega lokið í mál­un­um, hvort rann­sókn á þætti fyr­ir­tæk­is­ins væri enn í gangi hjá stefnda eða hvort Seðlabank­inn myndi mögu­lega taka Sam­herja til frek­ari rann­sókn­ar að virtri niður­stöðu embætt­is sér­staks sak­sókn­ara í máli ein­stak­ling­anna. 

Seðlabank­inn svaraði því til að ekk­ert mál væri til meðferðar hjá bank­an­um vegna Sam­herja. Síðar upp­lýsti hann hins veg­ar að eft­ir stæðu í mál­inu áætluð brot Sam­herja gegn skila­skyldu er­lends gjald­eyr­is frá því í októ­ber 2009 til 2012, en fyrra málið hafði einnig varðað skila­skyldu fram til októ­ber 2009.

Bauð Seðlabank­inn Sam­herja að ljúka mál­inu með 8,5 millj­óna sátta­greiðslu. Sam­herji neitaði því og lagði því Seðlabank­inn 15 millj­óna stjórn­valds­sekt á fyr­ir­tækið.

Í dómi héraðsdóms í málinu sem féll í apríl kom fram að vegna fyrra bréfs bank­ans þar sem tekið var fram að ekk­ert mál væri til rann­sókn­ar hefði Seðlabank­inn ekki getað sýnt fram á ástæðu fyr­ir að taka upp málið að nýju. Því var stjórn­valds­sekt­in felld niður.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK