Þóroddur kaupir Höllina

Frá Vestmannaeyjum.
Frá Vestmannaeyjum. mbl.is/Árni Sæberg

Athafnamaðurinn Þóroddur Stefánsson hefur keypt Höllina í Vestmannaeyjum en þar hafa í gegnum tíðina farið fram ýmsar skemmtanir og tónleikar. Greint er frá þessu í Eyjafréttum í dag en þar kemur fram að Þóroddur hafi keypt Höllina af Íslandsbanka.

Þar segir jafnframt að Þóroddur sé fæddur og uppalinn í Eyjum og hafi víða komið við í viðskiptalífinu, rak m.a. Bónus-vídeó í mörg ár og á veitingastaðinn Ruby Tuesday.

„Ég er ekkert farinn að hugsa þetta en sé fyrir mér að reksturinn sem nú er í húsinu verði þar áfram. Ég sé mikla möguleika í þessu á hverju strái í Vestmannaeyjum sem eru fallegasti staður landsins. Ferðamenn sem hingað koma skipta milljónum og þeim hlýtur að fjölga sem ekki vilja missa af dýrðinni í Eyjum. Svo hugsar maður alltaf hlýlega til æskustöðvanna og verður gaman að taka þátt í því þegar ferðamönnum fjölgar. Sem vonandi verður með nýrri ferju á næsta ári,“ er haft eftir Þóroddi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK