666 heimili í vanskilum

Heimili í vanskilum eru 666 talsins en fjárhæð vanskila útlána …
Heimili í vanskilum eru 666 talsins en fjárhæð vanskila útlána til lögaðila nam 596 milljónum króna. mbl.is/Sigurður Bogi

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs í júní 2017 námu 206 milljónum króna, en þar af voru 176 milljónir vegna almennra lána. Til samanburðar námu almenn útlán í maí 433 milljónum króna en meðalfjárhæð almennra lána var 10,3 milljónir króna.

Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs.

Þar kemur jafnframt fram að ávöxtunarkrafa flokka íbúðabréfa HFF34 og HFF44 lækkaði í júní, krafa HFF34 lækkaði um 4 punkta og HFF 44 um 8 punkta. Þá hækkaði ávöxtunarkrafa HFF24 um 20 punkta.

Heildarvelta íbúðabréfa nam 9,2 milljörðum króna í júní samanborið við 6,8 milljarða í maí. Greiðslur Íbúðalánasjóðs vegna íbúðabréfa og annarra skuldbindinga námu 12,6 milljörðum króna í júní en uppgreiðslur námu 4,8 milljörðum króna.

Í lok júní nam fjárhæð vanskila útlána til einstaklinga 1 milljarði króna og var undirliggjandi lánavirði 11,5 milljarðar króna eða um 2,8% útlána sjóðsins til einstaklinga.

Þá eru heimili í vanskilum 666 en fjárhæð vanskila útlána til lögaðila nam 596 milljónum króna og nam undirliggjandi lánavirði 2,1 milljarði króna. Tengjast því vanskil 1,4% lánafjárhæðar sjóðsins til lögaðila.

Heildarfjárhæð vanskila nam 1,7 milljörðum króna sem er sama upphæð og í lok maí. Vanskil ná samtals til 2,4% lánasafnsins, en sambærilegt hlutfall í júní 2016 var 4,8%.

Í skýrslunni kemur jafnframt fram að tæp 98% heimila í viðskiptum við ÍLS standa í skilum og vanskil tengjast 2,4% alls lánasafns ÍLS. Fjöldi íbúða í eigu ÍLS er 531 þar af eru 307 íbúðir í útleigu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK