Mikill vöxtur hjá Hermés

Hermés-vörurnar eru vinsælar.
Hermés-vörurnar eru vinsælar. AFP

Sölutekjur franska lúxusvöruframleiðandans Hermés jukust um 8,9% á öðrum fjórðungi ársins og námu 1,36 milljörðum evra eða því sem nemur 166,8 milljörðum íslenskra króna.

Að sögn félagsins hefur sala félagsins aukist á öllum markaðssvæðum síðustu mánuði. Fyrstu sex mánuði ársins jókst sala félagsins um 11,2% og nam 2,71 milljarði evra.

„Við erum mjög ánægð með þessar niðurstöður. Þær sýna stöðugan vöxt og styrk viðskiptamódelsins,“ er haft eftir Axel Dumas, forstjóra Hermés, í frétt AFP.

Þá sagðist hann telja að rekstrarhagnaður síðasta ársfjórðungs væri nálægt því að slá met síðasta árs en þá náði félagið mestu sölu í sögu þess. Hann benti þó á að ekki væri hægt að gera ráð fyrir því að þessi mikli vöxtur haldi áfram út árið þar sem hægt er að tengja hann síðustu mánuði að miklu leyti við hagstætt gengi fyrstu mánuði ársins.

Sala félagsins í Asíu, fyrir utan Japan, jókst um 14% fyrstu sex mánuði ársins. Salan í Japan jókst um 3%, 9% í Bandaríkjunum og 7% í Evrópu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK