Spennandi tímar fram undan á fatasölumarkaði

Verslunin Zara í Smáralind lokar tímabundið um mánaðamótin vegna endurnýjunar …
Verslunin Zara í Smáralind lokar tímabundið um mánaðamótin vegna endurnýjunar á verslunarrýminu. Ljósmynd/Ingibjörg Sverrisdóttir

Verslunin Zara í Smáralind lokar tímabundið um mánaðamótin vegna endurnýjunar á verslunarrýminu. Ný og endurbætt verslun opnar aftur í október. Rekstrarstjóri Zöru segir að spennandi tímar séu fram undan í fatasölumarkaði.

„Við erum að endurbyggja búðina og færa hana upp í það besta sem er í boði í Zöru-búðum út um víða veröld, með öllum þeim trixum sem verslanir hafa upp á að bjóða í dag,“ segir Ingibjörg Sverrisdóttir, rekstrarstjóri Zöru á Íslandi.

Ný verslun verður opnuð aftur í október með því besta sem er í boði og endurbættu vöruúrvali. „Þetta verður falleg búð, með því fallegasta sem við höfum verið að horfa á hérna heima,“ segir Ingibjörg.

Zara hefur verið með útibú í Smáralind frá árinu 2001 og er vinsæl bæði meðal Íslendinga og erlendra ferðamanna. Ingibjörg segir breytingarnar vera tímabærar. Það hafi verið „kominn tími til að bjóða upp á betri upplifun í búðinni“.

Skemmtilegir tímar fram undan

Aðspurð hver áhrif koma verslunarkeðjunnar H&M hafi á íslenskan markað segist Ingibjörg vona að hún hafi mjög jákvæð áhrif á markaðinn. Það muni gera Íslendingum kleift að versla hér heima og versla eftir þörfum. „Það eru skemmtilegir tímar fram undan í fatasölumarkaði.“

Hún segir nýjungina hafa jákvæð áhrif fyrir þeirra rekstur og verslun almennt í landinu. Mikið hefur verið sagt frá því að verslanir séu að loka hér og þar en með þessari endurnýjun hjá Zöru og komu H&M skapast nýtt og fjölbreytt umhverfi bæði fyrir viðskiptamenn og neytendur.

Ný verslun opnar aftur í október.
Ný verslun opnar aftur í október. Ljósmynd/Zara

Til viðbótar við útsölulok sem nú standa yfir í verslunum Zöru hefst rýmingarsala í Smáralind fimmtudaginn 20. júlí. Verslun Zöru í Kringlunni verður áfram opin.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK