Afkomuspá Icelandair Group aftur hækkuð

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group.
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group. mbl.is/Styrmir Kári

Heildartekjur Icelandair Group á fyrsta árshelmingi jukust um 11% samanborið við sama tímabil 2016. Afkomuspá fyrirtækisins hefur verið hækkuð í 150-160 milljónir Bandaríkjadala en hún var einnig hækkuð á fyrsta ársfjórðungi. 

Í uppgjöri Icelandair Group segir að heildartekjur hafi numið 368,9 milljónum dala á fyrstu sex mánuðum ársins. Hagnaður félagsins á öðrum ársfjórðungi var 11 milljónir en EBITDA nam 42,3 milljónum dala samanborið við 53,9 milljónir dala á síðasta ári. Eiginfjárhlutfall var 34% í lok júní en handbært fé og skammtímaverðbréf námu 360,1 milljón dala, 75,4 milljónum umfram vaxtaberandi skuldir. 

Þá var sætanýting í millilandaflugi 83,6% sem nemur 2,4% hækkun frá fyrra ári. Flugfarþegum í millilandaflugi fjölgaði um 12% og í fyrsta sinn var yfir einni milljón farþega flogið í millilandaflugi á öðrum ársfjórðungi. Tekið er fram að áherslubreytingar í vöruframboði og innleiðing hagræðingaraðgerða gangi samkvæmt áætlun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK