Amazon fellir Bezos úr fyrsta sæti

Jeff Bezos getur vel við unað þó að hann sé …
Jeff Bezos getur vel við unað þó að hann sé dottinn niður í þriðja sæti listans. AFP

Þrátt fyrir aukna sölu hjá Amazon milli ársfjórðunga hefur hagnaðurinn dregist saman vegna stórfelldra fjárfestinga um víðan heim. Samdrátturinn nam 77% og hafði slík áhrif á hlutabréfaverðið að stofnandinn Jeff Bezos féll úr efsta sæti listans yfir ríkustu menn heims. 

Greint er frá þessu á fréttavef breska ríkisútvarpsins

Amazon hagnaðist um 197 milljónir Bandaríkjadala á öðrum ársfjórðungi. Kostnaðarliðir jukust um 28% milli ára, eða um 37 milljarða dala en fyrirtækið hefur á undanförnum mánuðum tilkynnt áætlanir um víðtækar ráðningar og opnanir á nýjum vörugeymslum og verslunum. Stefnt er að því að ryðja sér til rúms á Asíumörkuðum.

Í gær var greint frá því að Jeff Bezos væri orðinn ríkasti maður heims en eftir að hlutabréf í Amazon féllu um 3% í verði varð ljóst að hann gæti ekki borið titilinn lengur. Bill Gates fer því aftur í efsta sæti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK