Hagkerfi Bandaríkjanna komið á skrið

Metið er að hagvöxtur í Bandaríkjunum leiti í 2% til …
Metið er að hagvöxtur í Bandaríkjunum leiti í 2% til lengri tíma. AFP

Hagvöxtur í Bandaríkjunum tvöfaldaðist milli ársfjórðunga með vegna aukningar í einkaneyslu og ríkisútgjöldum til varnarmála. Á öðrum fjórðungi þessa árs var hagvöxtur metinn 2,6% á ársgrundvelli, samanborið við 1,2% árið áður. 

Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá hinu opinbera en þær verða endurmetnar á næstu mánuðum. Einkaneysla hefur aukist upp í 2,8% á ársgrundvelli og útgjöld til varnarmála 5,2%. Á móti dró úr veltu á húsnæðismarkaði og útgjöldum ríkja og sveitarfélaga.  

Ríkisstjórn Donalds Trumps hefur heitið því að ná fram 3% hagvexti til þess að greiða leið fyrir skattalækkanir en sumir hagfræðingar telja markmiðið óraunhæft. Þá gefa niðurstöðurnar til kynna að Seðlabanki Bandaríkjanna gæti lækkað stýrivexti í þriðja sinn á þessu ári en þeir voru látnir óhreyfðir á síðasta stjórnarfundi á miðvikudaginn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK