Niðurhal ferðamanna rýkur upp úr öllu valdi

Uppbyggingin hefur verið mikil um land allt og tugir nýrra …
Uppbyggingin hefur verið mikil um land allt og tugir nýrra senda settir upp. Ljósmynd/Síminn

Niðurhal erlendra ferðamanna á farsímaneti Símans jókst um nærri 280% milli júnímánaða nú og í fyrra og á sama tíma fjölgaði tengdum tækjum ferðamanna um 40%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Símanum. 

„Við teljum nýjar reikireglur fyrir Evrópusambandið og EES-svæðið sem lækka verð fjarskiptanna helstu ástæðuna,“ er haft eftir Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur, upplýsingafulltrúa Símans, en frá 15. júní hafa Evrópubúar getað notað farsímann sinn án aukakostnaðar eða rétt eins og þeir væru heima við.

Kveikt var á 4G-sendi á Kópaskeri og á Snartarstaðanúpi í gær og á dögunum við Fjallsárlón við Vatnajökul, á Kröflusvæðinu, Snjóöldu sem þjónar Veiðivötnum og Landmannalaugum, og á tjaldsvæðinu Hamri við Akureyri.

Í tilkynningunni segir að þrátt fyrir aukna netnotkun bæði viðskiptavina hér heima og erlendis frá, sýni niðurstöður mælinga að hraðinn jókst á farsímakerfi Símans milli árshelminga. Meðalhraðinn sem farsímanotendur mældu reyndist 51,16 Mb/s fyrstu sex mánuði ársins en 44,13 Mb/s á síðari hluta ársins 2016.

Hækkunin sést greinilega á þessari myndrænu framsetningu.
Hækkunin sést greinilega á þessari myndrænu framsetningu. Graf/Síminn
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK