Sala á léttöli aukist gríðarlega á síðustu árum

Léttöl er almennt í sókn í dag.
Léttöl er almennt í sókn í dag. mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

„Það hefur verið jöfn og góð aukning. Frá árinu 2013 hefur salan aukist um 60% í lítrum hjá okkur fyrstu sex mánuði áranna,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, spurður hvort sala á léttöli hafi aukist á Íslandi.

Andri segir aukninguna í samræmi við aukna bjórsölu enda fleiri neytendur á markaði með vaxandi straumi ferðamanna hingað, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

„Þegar ég fór að skoða hvort þetta væri umfram sölu á bjór þá er þetta ekki neitt svakalega mikið. Við erum með 56% aukningu á sölu bjórs á sama tíma,“ segir Andri. Hann segir að aukin sala á léttöli sé blanda af mörgum þáttum. „Þetta er alls konar sambland. Þetta eru ferðamennirnir, fleiri viðskiptavinir hjá okkur og aukin markaðshlutdeild.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK