Spennandi að koma inn í ungt og vaxandi fyrirtæki

„Á síðustu árum hef ég starfað hjá rótgrónum fyrirtækjum og því er það spennandi og áhugavert fyrir mig að koma inn í ungt fyrirtæki sem er búið að stækka mikið á stuttum tíma,“ segir Ragnhildur Geirsdóttir, nýráðinn aðstoðarforstjóri WOW air í samtali við mbl.is. Ragnhildur er með víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og var m.a. forstjóri FL Group. 

Ragnhildur segist vera spennt að hefja störf hjá WOW air og segir félagið í mikilli sókn. Bendir hún á að um tæplega þriðjungur farþega sem fóru í gegnum Keflavíkurflugvöll í júlí séu farþegar WOW air og því er félagið orðinn mikilvægur þáttur í uppbyggingu ferðaþjónustu og Keflavíkurflugvallar.

Ragnhildur segir að flugiðnaðurinn hafi lengi heillað hana að ákveðnu …
Ragnhildur segir að flugiðnaðurinn hafi lengi heillað hana að ákveðnu leyti. „Ég var samt ekkert endilega að sjá fyrir mér að fara aftur í flugið. En þetta er mjög skemmtilegur og lifandi starfsvettvangur.“

Ragnhildur er með mikla reynslu úr atvinnulífinu en hún var síðast í stöðu framkvæmdastjóra Rekstar- og upplýsingatækni hjá Landsbankanum. Þar áður var hún for­stjóri Promens hf. auk þess sem hún var fram­kvæmda­stjóri Rekstr­ar­stýr­ing­ar og for­stjóri Flug­leiða hf./FL Group hf.

Ragnhildur segir að flugiðnaðurinn hafi lengi heillað hana að ákveðnu leyti. „Ég var samt ekkert endilega að sjá fyrir mér að fara aftur í flugið. En þetta er mjög skemmtilegur og lifandi starfsvettvangur.“

Spurð um helstu áskoranir fram undan fyrir WOW air segir Ragnhildur það helst það að þróa félagið og byggja áfram á hugmyndafræðinni um lággjaldaflugfélög. „Síðan er þessi almenna umræða um ferðaþjónustu á Íslandi líka áhugaverð og það að gera hana að gildandi atvinnugrein á Íslandi. Þetta er allt mjög spennandi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK