Opna Lindex á Selfossi

Yfirlitsmynd. Lindex er fyrir miðri mynd.
Yfirlitsmynd. Lindex er fyrir miðri mynd. Aðsend mynd

Forráðamenn Lindex á Íslandi hafa ákveðið að opna nýja glæsilega 400 fermetra verslun í miðbæ Selfoss næsta sumar verði deiliskipulag samþykkt. Samningur þess efnis hefur verið undirritaður af hálfu Sigtúns Þróunarfélags og forráðamanna Lindex.  Lindex er ein stærsta tískufatakeðja Norður Evrópu með um 500 verslanir í 16 löndum. Lindex býður upp á tískufatnað fyrir konur, undirföt, snyrtivörur og fylgihluti sem og fatnað á börn og unglinga á hagkvæmu verði.  Gera má ráð fyrir að um 6-8 ný störf skapist hjá Lindex við nýju verslunina á Selfossi.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Verslunin verður staðsett í húsum byggðum samkvæmt útliti Edinborgarhússins sem var áður í Hafnarstræti í Reykjavík og Hótel Björninn sem stóð í Hafnarfirði við hliðina á þar sem A. Hansen stendur í dag.  Verslunin mun bjóða allar þrjár meginvörulínur Lindex og verður byggð upp með nýjustu hönnun Lindex verslana sem leit fyrst dagsins ljós í London.

„Hönnunin byggir á björtu yfirbragði, ólíkum litbrigðum hvítra lita og svartra auk viðar sem gefur versluninni skandínavískt yfirbragð.  Verslunin mun því draga saman hið gamla útlit eldri endurbyggðra húsa og hið nýja útlit verslunarinnar með hætti sem á sér hvergi hliðstæðu,“ segir í tilkynningunni.

Komin aftur heim á Selfoss

„Það er frábær tilfinning að vera loksins að koma aftur heim á Selfoss og opna hér Lindex verslun. Hugmyndin að stofnun Lindex á Íslandi má einmitt rekja til þess þegar við bjuggum hér og ég var í fæðingarorlofi með miðjubarnið okkar. Þá fann ég fyrir því hversu mikil þörf var fyrir góð barnaföt á góðu verði, síðan eru liðin rúm 8 ár og hér erum við komin aftur.  Sveitungar okkar hafa verið duglegir að koma og versla við okkur í Reykjavík en nú aukum við þjónustuna enn frekar við Sunnlendinga og færum okkur nær þeim þangað sem þetta allt byrjaði,“ er haft eftir Lóu D. Kristjánsdóttur, umboðsaðila Lindex á Íslandi.

Lóa og Albert við opnun Lindex verslunnar í Krossmóa.
Lóa og Albert við opnun Lindex verslunnar í Krossmóa.

„Það er okkar meginmarkmið að miðbærinn muni  þjóna  aðallega tvíþættu hlutverki, verði  miðpunktur verslunar og viðskipta fyrir Sunnlendinga um leið og að vera áfangastaður fyrir þá fjölmörgu gesti sem leggja leið sína hingað á Selfoss.  Það að fá Lindex í lið með okkur í þessari viðleitni er frábært skref fram á við,“ er haft eftir Leó Árnasyni, framkvæmdastjóra Sigtúns Þróunarfélags

Húsin sem munu hýsa Lindex, verði deiliskipulagið samþykkt, hafa sérlega áhugaverða sögu en um 100 ár eru síðan fólk leit Edinborgarhúsið augum en það fórst í eldsvoðanum mikla árið 1915 þegar vefnaðarvörudeild Edinborgar var þar starfandi.  Húsið var þekkt sem viðkomustaður fjölmargra í verslunarhugleiðingum eftir vefnaðarvöru og gegndi því hlutverki fram á síðasta dag eða allt frá árinu 1854. Hótel Björninn var upphaflega byggt árið 1906 og hýsti meðal annars veiðarfæradeild Kaupfélags Hafnarfjarðar en húsið var rifið árið 1966 þegar gatan sem liggur framhjá A. Hansen í Hafnarfirði var breikkuð.

Húsin sem munu hýsa Lindex, verði deiliskipulagið samþykkt, hafa sérlega …
Húsin sem munu hýsa Lindex, verði deiliskipulagið samþykkt, hafa sérlega áhugaverða sögu en um 100 ár eru síðan fólk leit Edinborgarhúsið augum en það fórst í eldsvoðanum mikla árið 1915 þegar vefnaðarvörudeild Edinborgar var þar starfandi. Húsið var þekkt sem viðkomustaður fjölmargra í verslunarhugleiðingum eftir vefnaðarvöru og gegndi því hlutverki fram á síðasta dag eða allt frá árinu 1854. Hótel Björninn var upphaflega byggt árið 1906 og hýsti meðal annars veiðarfæradeild Kaupfélags Hafnarfjarðar en húsið var rifið árið 1966 þegar gatan sem liggur framhjá A. Hansen í Hafnarfirði var breikkuð. Aðsend mynd
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK