Reginn eignast 55% í FM-húsum

Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins.
Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skilyrðum kaupsamnings milli Regins hf. og eigenda FM húsa ehf. um kaup Regins á 55% hlutafjár í félaginu hefur verið fullnægt. Uppgjör, greiðsla og afhending fór fram í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu Regins til Kauphallarinnar.

„Tilgangur viðskiptanna er að kaupa gott og arðbært eignasafn sem mun að ákveðnum tíma liðnum verða alfarið í eigu Regins. Kaupin eru í samræmi við fjárfestingarstefnu félagsins og þá sýn að fjölga samstarfsverkefnum þar sem einkaaðilar og opinberir aðilar vinna saman að uppbyggingu og rekstri verkefna,“ sagði í tilkynningu Regins til Kauphallarinnar í nóvember þegar að greint var fyrst frá samningunum. 

Þar sagði jafnframt að FM-hús væri gamalgróið og fjárhagslega sterkt fasteignafélag og einkar áhugaverður fjárfestingarkostur m.t.t. leigusamninga, gæða eigna og leigutaka. Fasteignasafnið samanstendur af 5 fasteignum og heildarfermetrafjöldi þeirra er um 10.500 fermetrar. Um er að ræða skólabyggingar að Vesturbrú 7 í Garðabæ, Kríuási 1, Kríuási 2 og Tjarnabraut 30 í Hafnarfirði auk skrifstofu- og atvinnuhúsnæðis að Bæjarhrauni 8 í Hafnarfirði. Útleiguhlutfall fasteignanna er 100%. Leigutakar eru 9 og standa opinberir aðilar, Hafnarfjarðarbær og Garðabær á bak við 90% af leigutekjum fasteignasafnsins og er meðaltími leigusamninga um 10 ár. Í hluta eignanna sinnir leigusali stoðþjónustu sem veitt er leigutaka s.s. ræstingu og þrif á húsnæði, öryggisgæslu, umsjón húsnæðis, lóðar o.fl.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK