Trampólíngarður opnaður á Íslandi

Ljósmynd/Skypark

Skypark, Trampólíngarður Íslands, verður opnaður á morgun að Urðarhvarfi 14 í Kópavogi. Fram kemur í fréttatilkynningu að þar verði boðið upp á stærsta trampólínsvæði á landinu auk sérstakra leikherbergja og herbergja fyrir barnaafmæli og aðra fagnaðarfundi. 

„Skypark er hugsað jafnt fyrir fjörkálfa á öllum aldri, og lögð er áhersla á létt og skemmtilegt andrúmsloft, jafnt fyrir börn sem fullorðna. Þá verður kaffihús með þráðlausu interneti. Staðinn prýða stór málverk eftir listamennina Helenu Hanni og Vahur Agar, þar sem myndefni er sótt í íslenskar hetjur frá ýmsum tímum og ævintýri sem börn þekkja,“ segir ennfremur.

Skypark, Trampólíngarður Íslands verður opinn virka daga 11-22 og um helgar frá 10-22.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK