Vill eignast Sports Direct á Íslandi

Sports Direct í Bretlandi hefur höfðað dómsmál gegn Sports Direct á Íslandi, en málið snýst um áhuga breska félagsins á að eignast reksturinn á Íslandi. Breska félagið á 40% í félaginu hér á landi en Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson og fjölskylda 60%.

Fjallað er um málið á fréttavef breska dagblaðsins Times en þar segir að eigandi Sports Direct, milljarðamæringurinn Mike Ashley, hafi boðið 12,5 milljónir króna fyrir 60% í íslenska félaginu en því hafi verið hafnað enda sýni ársreikningar sýna að rekstrarhagnaður hafi verið 86 milljónir króna á síðasta ári og félagið sé það arðbærasta utan Bretlands.

Haft er eftir heimildarmanni að boðið sé fyrir neðan allar hellur enda sé raunverulegt virði rekstursins á Íslandi nær því að vera 2,5 milljarðar króna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK