Hagnaður Fjarskipta dregst saman

Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone.
Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Hagnaður Fjarskipta, móðurfélags Vodafone, á öðrum ársfjórðungi var 239 milljónir króna og lækkar hann um 3% samanborið við sama tímabil á síðasta ári. 

Þetta kemur fram í árshlutareikningur Fjarskipta hf. fyrir annan ársfjórðung 2017 sem var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi  22. ágúst 2017.

Á öðrum ársfjórðungi var framlegð Fjarskipta 1,521 milljarður króna en 1,605 milljarður króna á sama tímabili 2016. Kostnaðarverð stóð í stað milli ára en rekstrarkostnaður lækkaði um 4%.

Tekjur Fjarskipta voru 2% minni á öðrum ársfjórðungi 2017 samanborið við sama tímabil á síðasta ári. Þá lækkaði framlegð fyrirtækisins um 5% milli sömu tímabila. 

EBITDA hagnaður var 761 milljónir króna og hækkar um 1% milli ára. EBITDA-hlutfall var 22,5% og EBIT hlutfall 11,1% á fjórðungnum. 

Eiginfjárhlutfall nam 48,3% og handbært fé frá rekstri nam 513 milljónum króna. 

Í tilkynningu um uppgjörið er haft eftir Stefáni Sigurðssyni forstjóra að lækkun reikitekna í júní í tengslum við innleiðingu á Roam like Home innan EES hafi haft neikvæð áhrif. Rekstrarkostnaður fyrstu 6 mánuði ársins hafi lækkað um 8% frá sama tímabili í fyrra sem sýni að hagræðingaraðgerðir sem félagið fór í fyrir um ári séu að skila sér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK