Reitir högnuðust um 2,9 milljarða

Leigutakaskipti Kringlunnar lækka nýtingarhlutfallið.
Leigutakaskipti Kringlunnar lækka nýtingarhlutfallið. Hanna Andrésdóttir

Hagnaður Reita jókst um tæplega tvo milljarða króna á fyrri árshelmingi frá því sem var árið áður. Hagnaðurinn var 2,9 milljarðar króna á tímabilinu. Þar skiptir sköpum að matsbreyting fjárfestingareigna nam 1,9 milljörðum króna á fyrri hluta ársins en matsbreytingin var neikvæð um 109 milljónir árið áður.

Leigutekjur á fyrri árshelmingi jukust um 10% á milli ára og námu 5,3 milljörðum króna. Vöxtur tekna var aðallega drifinn áfram af stækkun eignasafnsins, segir í tilkynningu.

Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og fjármagnsliði var 3,6 milljarðar króna á fyrri hluta ársins og jókst um 8% á milli ára. Rekstrarkostnaður fjárfestingareigna jókst um tæplega 16% á milli ára og nam 1,4 milljörðum króna á tímabilinu. Nær öll aukningin er tilkomin vegna hærri fasteignagjalda.

Nýtingarhlutfall fyrri árshelmings var 96,1% en var 96,7% á sama tímabili árið áður. Breytingin er aðallega tilkomin vegna leigutakaskipta í norðurenda Kringlu, og áhrif þessa eiga eftir að koma skýrar fram á seinni hluta ársins.

Reitir keyptu nýverið atvinnusvæði úr landi Blikastaða, sem eru í Mosfellsbæ, við sveitarfélagamörk Reykjavíkur. Svæðið er um 15 hektarar og áætlað er að byggðir verði þar um 75-110 þúsund fermetrar af atvinnuhúsnæði á komandi árum. Kaupin skapa þannig m.a. tækifæri til að þróa sérhannað atvinnuhúsnæði fyrir viðskiptavini félagsins. Hugsanlega verður hluti landsins seldur byggingaraðilum eða fyrirtækjum beint.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK