Tap Farice minnkar um tæpan helming

Farice á og rekur sæstrengi milli Íslands og Evrópu
Farice á og rekur sæstrengi milli Íslands og Evrópu

Tekj­ur gagna­veitu­fyr­ir­tæk­is­ins Farice jukust um 17% á fyrri árshelmingi samanborið við sama tímabil 2016. Tap félagsins minnkar um 44% milli ára. 

Í heildina var tap Farice 237 milljónir króna samanborið við 425 milljónir á sama tímabili 2016. Tekjur voru 974 milljónir króna og rekstrarhagnaður 76 milljónir króna, sem er hækkun frá fyrri árshelmingi 2016 þegar rekstrarhagnaður var 29 milljónir króna. 

EBITDA var 525 milljónir króna og hækkaði um 25% milli ára og eiginfjárhlutfall var 33,4% þann 30. júní. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK