Hagnaður N1 skrapp saman um 38%

Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1.
Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1. mbl.is/Árni Sæberg

Hagnaður N1 á öðrum ársfjórðungi dróst saman um 38% samanborið við annan ársfjórðung á síðasta ári. Hann dróst saman um 271 milljónir króna, eða úr 712 milljónum í 441 milljónir. 

Í tilkynningu um uppgjörið segir að óhagstæð þróun á heimsmarkaðsverði með olíu hafi orðið til þess að framlegð af vörusölu hafi minnkað um 8%. 

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir nam 768 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi 2017 samanborið við 1,104 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Það jafngildir 31% samdrætti. 

Selt magn af bensíni og gasolíu jókst um 5,5% á milli ára vegna aukinna umsvifa í hagkerfinu en umferð á þjóðvegum landsins jókst um 11,4% á milli ársfjórðunganna. 

Eigið fé var 12,471 milljónir króna og eiginfjárhlutfall 46,4% í lok ársfjórðungsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK