H&M tekur af allan vafa um opnun í miðbænum

Helgi S. Gunnarsson er forstjóri Regins.
Helgi S. Gunnarsson er forstjóri Regins. mbl.is/RAX

Fasteignafélagið Reginn hefur fengið skriflega staðfestingu frá forsvarsmönnum H&M um að enn standi til að opna verslun fatakeðjunnar í miðbæ Reykjavíkur. 

Í byrjun september greindi Vísir frá því að stjórnendur Regins hefðu óskað eftir svörum frá H&M vegna orða forstjóra H&M Group í vikunni á undan um að ekki væri fullvíst að verslunin yrði opnuð á Hafnartorgi. Vísaði Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, til leigusamnings sem var undirritaður sumarið 2016. 

„Þeir hafa staðfest við okkur skriflega þann skilning okkar að það séu gildandi samningar um opnun í miðbænum,“ segir Helgi í samtali við mbl.is. Helgi segir að enn eigi eftir að ákveða opnunardagsetninguna og að sú ákvörðun verði tekin í samráði Regins og H&M.

Verslun H&M á Hafnartorgi er hluti af uppbyggingu Regins á svæðinu sem á þar um 8.600 fermetra. H&M-verslun var opnuð í Smáralind í lok ágúst og stefnt er að opnun verslunar í Kringlunnni í september.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK