Ræstu fyrsta Zipcar-bílinn við HR

Borgarstjóri var fyrstur til að fara í Zipcar-rúnt.
Borgarstjóri var fyrstur til að fara í Zipcar-rúnt. Ljósmynd/Geiri

Deili­bílaþjón­ustunni Zipcar á Íslandi var hleypt af stokkunum við Há­skól­ann í Reykja­vík í dag og varð Reykjavík þar með fyrsta borgin á Norðurlöndunum þar sem boðið er upp á þjónustu fyrirtækisins. 

Hug­mynd­in geng­ur út á að not­end­ur geti nálg­ast bíla til að nýta í stutt­ar ferðir og geta meðlimir Zipcar bókað bíl eftir þörfum með appi allan sólarhringinn. Bíllinn er bókaður með Zipcar-appinu og skilað aftur á sama stæðið þegar notkun lýkur. 

Fyrst um sinn verða fjórir Zipcar-bílar af gerðinni Hyundai i-10 aðgengilegir á sérstaklega merktum stæðum við Háskólann í Reykjavík og Landspítalann en búast má við fjölgun Zipcar bíla á næstunni þar sem búið er að sækja um séstök bílastæði fyrir bílana hjá Reykjavíkurborg í samræmi við nýlega samþykktan ramma um deilibílaþjónustu í borginni, að því er kemur fram í tilkynningu frá Zipcar. 

Fyrirtækið hefur undirritað samstarfssamning við Orku náttúrunnar um rekstur og umsjón hleðslustöðva fyrir Zipcar-rafbíla. Haft er eftir Áslaugu Thelmu Einarsdóttur, forstöðumanns einstaklingsmarkaða ON, að mikil ánægja sé samstarfið sem sé mikilvægt skref til þess að hraða þessari þróun. 

Greidd eru mánaðarlegt áskrifar­gjald, 500 krónur, og akst­ur­gjald fyr­ir hvern klukku­tíma sem bíllinn er nýttur en Zipcar sér um trygg­ing­ar, viðhald og eldsneyti.

Zipcar var stofnað um alda­mót­in en árið 2013 keypti Avis Budget Group fyr­ir­tækið fyr­ir 500 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala. Síðan þá hef­ur fyr­ir­tækið verið í örum vexti og er nú með starf­semi í meira en 500 borg­um í Norður-Am­er­íku, Evr­ópu og Asíu. 

Draga úr útblæstri

Í tilkynningunni er vitnað í rannsóknir frá Bandaríkjunum sem munu hafa sýnt að hver deilibíll komi í stað 13 einkabíla á götunum og minnki því útblástur frá bílaumferð umtalsvert. Þá geti notendur sparað töluvert af eldsneyti og minnkað kolefnisfótspor sitt um allt að 500 kg ári. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK