Halda uppteknum hætti á Íslandi

Úr verslun Toys r Us.
Úr verslun Toys r Us. mbl.is/Brynjar Gauti

Beiðni leikfangakeðjunnar Toys 'R' Us um greiðslustöðvun hefur engin áhrif á verslanir undir því nafni á Íslandi og öðrum löndum á Norðurlöndum þar sem reksturinn byggist á sérleyfi (e. franchise). 

Greint var frá því að Toys 'R' Us hef­ði óskað eft­ir greiðslu­stöðvun í dag en fyr­ir­tækið er mjög skuld­sett. Auk­in viðskipti á net­inu hafa reynst leik­fanga­keðjunni dýr­keypt því mjög hef­ur dregið úr sölu í versl­un­um keðjunn­ar. 

Samkvæmt upplýsingum frá Toy 'R' Us á Íslandi eru verslanirnar hér heima í eigu danska fyrirtækisins Top Toy sem leigir vörumerkið frá leikfangakeðjunni í Bandaríkjunum og á allar verslanir undir nafni hennar á Norðurlöndum.

Opna nýja verslun

Greiðslustöðvun Toy 'R' Us í Bandaríkjunum hefur því engin áhrif á reksturinn hér heima. Ný verslun Toy 'R' Us verður opnuð í Kringlunni á fimmtudaginn og níu aðrar verslanir verða opnaðar á Norðurlöndum á næstunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK