Mun auka möguleika á að laða að erlenda fjárfesta

Verðbréfamiðstöðin hefur að undanförnu bætt við sig tveimur starfsmönnum og …
Verðbréfamiðstöðin hefur að undanförnu bætt við sig tveimur starfsmönnum og eru þeir nú níu. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir íslensk félög sem eru með skráð verðbréf á markaði,“ segir Guðrún Blöndal, framkvæmdastjóri Nasdaq verðbréfamiðstöðvar á Íslandi. 

Verðbréfamiðstöðin hyggst sækja um nýtt starfsleyfi á grundvelli nýrrar Evrópureglugerðar um verðbréfamiðstöðvar. Áætlað er að vinnunni muni ljúka árið 2019. Hún segir að það muni skapa aukna möguleika á að laða að erlenda fjárfesta.

Þvert á landamæri

„Í stuttu máli þýðir nýja reglugerðin að sameiginlegt regluverk er sett utan um starfsemi allra verðbréfamiðstöðva í Evrópu. Ef þær starfa allar eftir sömu reglum þá geta þær boðið þjónustu sína þvert á landamæri og þannig eykst samkeppni og þjónustustig. Við verðum í raun komin með nýja verðbréfamiðstöð þegar allt er um garð gengið og tilbúin í framtíðina,“ segir hún.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK