Samkeppnisyfirvöld líti til netverslunar

Viðskiptaþing - Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður viðskiptaráðs
Viðskiptaþing - Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður viðskiptaráðs mbl.is/Eggert Jóhannesson

Viðskiptaráð Íslands leggur til að samkeppnisyfirvöld horfi í auknum mæli til efnahagslegs styrks alþjóðlegra fyrirtækja sem starfi hér á landi við mat á markaðsráðandi stöðu og viðurkenni netverslun, bæði innlenda og erlenda, sem hluta af sama markaði og almenn verslun.

Þetta kemur fram í skoðun Viðskiptaráðs sem var birt í dag. Þar segir að nauðsynlegt sé að samkeppnisyfirvöld hér á landi aðlagi nálgun sína á það hvernig markaðir eru skilgreindir í ljósi breytts umhverfis viðskipta og verslunar. Íslensk fyrirtæki séu í beinni samkeppni við fyrirtæki sem eru margfalt stærri og í sumum tilfellum sé ríkið jafnvel þátttakandi á samkeppnismörkuðum.

Þegar íslensk samkeppnisyfirvöld skilgreina markaði hafa þau hingað til ekki litið til þeirrar verslunar sem fer fram yfir netið. Viðskiptaráð telur að stjórnvöld þurfi að tryggja að íslensk fyrirtæki verði ekki ósamkeppnishæf vegna þeirrar framkvæmdar samkeppnisyfirvalda sem viðhefst hér á landi. Að öðrum kosti verði erfitt fyrir íslenska verslun og þjónustu að þrífast í alþjóðlegu umhverfi.

Þá er lagt til að fríhafnarsvæði hér á landi sé skilgreint sem hluti af viðkomandi markaði og/eða að komuverslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar verði aflögð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK