Klappir í Kauphöllina

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Viðskipti með hlutabréf Klappa Grænna Lausna hf. hefjast í Kauphöllinni í dag. Klappir tilheyra hugbúnaðargeiranum og er fyrsta félagið sem tekið er til viðskipta á Nasdaq First North Iceland í ár. Félagið er 77. félagið sem tekið er til viðskipta á mörkuðum Nasdaq Nordic í ár.

„Klappir þróar, selur og innleiðir hugbúnaðarlausnir á sviði umhverfismála. Aðferðafræði og hugbúnaðarlausnir Klappa gera fyrirtækjum, sveitarfélögum og stjórnvöldum fært að setja sér mælanleg markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og upplýsa um árangur á hagkvæman og gagnsæjan hátt. Áhersla er á auðveldan aðgang og rekjanleika, segir í tilkynningu á vef Nasdaq Nordic.

„Það er okkur mikil ánægja að vera komin á Nasdaq First North,” sagði Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Klappa í tilkynningu.

„Við erum vaxandi fyrirtæki í spennandi grein. Miklir framtíðarmöguleikar eru í þróun á grænum hugbúnaðarlausnum og við viljum gera áhugasömum fjárfestum auðvelt að taka þátt í vegferðinni með okkur. Sú umgjörð sem Nasdaq First North býður upp á kemur fyrirtækinu til góða í framtíðarundirbúningi þess, bæði hvað varðar þjónustu við hluthafa og fjárfesta, en ekki síst við fjármögnun stórra verkefna, ef svo ber undir. Við hlökkum til að stíga inn í þennan nýja veruleika.”

„Við bjóðum Klappir innilega velkomið á Nasdaq First North,” sagði Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq á Íslandi í tilkynningu. „Við erum mjög ánægð með að jafn framsækið tæknifyrirtæki og Klappir skuli velja Nasdaq First North sem vettvang fyrir aukinn sýnileika og framtíðarvöxt.  Þetta skref sem Klappir tekur er til þess fallið að efla ásýnd félagsins bæði hérlendis og erlendis og það verður gaman að fylgjast með framhaldinu. Við hlökkum til að vinna með félaginu á markaði og óskum því, hluthöfum þess og starfsfólki innilega til hamingju með áfangann.”

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK